Berberis × spaethii

Ættkvísl
Berberis
Nafn
× spaethii
Íslenskt nafn
Markarbroddur*
Ætt
Mítursætt (Berberidaceae)
Samheiti
B. chitria x B. ?
Lífsform
Runni
Kjörlendi
sól
Blómalitur
fölgulur
Blómgunartími
júní
Hæð
1 - 2 m (-3 m)
Lýsing
Lauffellandi runni sem líkist mjög Berberis chitria, nema greinarnar eru ekki sívalar og ekki hærðar. Lauf oddbaugótt til egglensulaga með fíngerðar sagtennur, ljósgræn til grá neðan. Aldin purpurarauð, hrímug.
Uppruni
Uppruni óþekktur. Garðablendingur.
Heimildir
7, 21
Fjölgun
Haustsáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Stakstæðir, í raðir, í blönduð beð og víðar.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 1995 og gróðursett í beð 2001, mjög lítið kal.