Berberis sieboldii

Ættkvísl
Berberis
Nafn
sieboldii
Íslenskt nafn
Japansbroddur
Ætt
Mítursætt (Berberidaceae)
Lífsform
Runni
Kjörlendi
Sól
Blómalitur
Ljósgulur
Blómgunartími
Júní
Hæð
0,5-1 m
Vaxtarlag
Þéttvaxinn runni, greinar gljáandi, yngri greinar rauðleitar, hárlausar, kantaðar.
Lýsing
Skyldur B. vulgaris. Lauffellandi runni allt að 1 m hár, þéttur, greinar glansandi, hárlausar, dálítið kantaðar. Lauf allt að 7×2,5 sm, tígul-egglaga, snubbótt, jaðrar þornhærðir, rauð á meðan þau eru ung, seinna skærgræn ofan, ljósari neðan, hárlaus. Blóm allt að 6 talsins í 3 sm löngum hálfsveip. Aldin hnöttótt, aflöng, dökkrauð.
Uppruni
Japan.
Harka
Z5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Haustsáning, sumargræðlingar
Notkun/nytjar
Stakstæðir, í raðir, í þyrpingar, í blönduð beð og víðar.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur sem sáð var til 1991 og 1997 og gróðursettar í beð 2000. Báðar hafa kalið dálítið árlega.