Lauffellandi, runni, greinar grannar, rauðbrúnar, sljókantaðar, þyrnar 3 til 5 saman. Lauf öfugegglaga-aflöng, 2-3 sm löng, með þyrnitennur. Blómin 8-15 í klasa með legg. Aldin kúlulaga, 5-6 mm breið, glansandi, hanga lengi á runnanum.
Uppruni
Garðablendingur.
Heimildir
7, 21
Fjölgun
Haustsáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Stakstæðir, í raðir, í blönduð beð og víðar.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 1995 og gróðursett í beð 2001, hefur kalið dálítið flest ár.