Berberis × ottawensis

Ættkvísl
Berberis
Nafn
× ottawensis
Yrki form
Superba
Íslenskt nafn
Sunnubroddur
Ætt
Mítursætt (Berberidaceae)
Lífsform
Runni
Kjörlendi
sól
Blómalitur
gulur
Blómgunartími
Júní
Hæð
1,5 - 2 m (-4 m)
Vaxtarhraði
Meðal
Vaxtarlag
Kröftugur, þyrnóttur, uppréttur runni.
Lýsing
Ársprotar rauðleitir, greinar djúp-rauðbrúnar. Lauf kringluleit, allt að 5 sm löng, dökkrauð með málm- eða bláleitum glans, brún. Þyrnar stakir eða 3 saman, allt að 15 mm langir. Blóm gul með einni rauðri rönd á utan á hverju krónublaði, allt að 1 sm breið, sum í sveipum með legg, sum í skúf, áberandi, oft í ræktun. Skærrauðir haustlitir í mildum haustum.
Uppruni
Garðablendingur.
Heimildir
10
Fjölgun
Haustsáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Stakstæðir, í raðir, í blönduð beð og víðar.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 1998 og gróðursett í beð 2000, hefur kalið dálítið flest ár.