Berberis × ottawensis

Ættkvísl
Berberis
Nafn
× ottawensis
Íslenskt nafn
Sunnubroddur
Ætt
Mítursætt (Berberidaceae)
Samheiti
B. thunbergii × B. vulgaris
Lífsform
Runni
Kjörlendi
Sól
Blómalitur
Gulur
Blómgunartími
Júní
Hæð
1,3 m
Vaxtarlag
Kröftugur, þyrnóttur runni.
Lýsing
Runni, um 1,3 m á hæð. Líkur B. thunbergii í vextinum en kröftugri, greinar gular, aðeins lítið eitt þyrnóttar. Lauf öfugegglaga, 1,5-3,3 sm löng, sumpart heilrend, sumpart tennt, milligræn beggja vegna, gulir haustlitir. Blómin gul, allt að 5-10, í löngum sveip með legg eða í skúf.
Uppruni
Garðablendingur.
Harka
5
Heimildir
1, 10
Fjölgun
Sumargræðlingar (til að halda einkennum).
Notkun/nytjar
Stakstæðir, í raðir, í limgerði, í þyrpingar, bakatil í beð og víðar.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 1990 og gróðursett í beð 1993 og önnur sem sáð var til 1997 og gróðursett í beð 2001, báðar hafa kalið nokkuð flest ár. Blendingurinn (B. vulgaris x B. thunbergii) vex hratt fyrstu árin og kelur þá gjarnan nokkuð mikið en minna eftir því sem hann eldist, þolir seltu allvel.