Lauffellandi, þyrnóttur, uppréttur runni. Greinar greyptar, grágular, ögn dúnhærðar, með svartar doppur. Þyrnar 3 saman, allt að 3 sm langir.
Lýsing
Lauf allt að 6×2 sm, aflöng-egglaga, grunnur fleyglaga, hvassydd, sagtennt, með allt að 25 á hvorri hlið, hárlaus, gulgræn ofan, netæðótt, dúnhærð neðan. Blóm 30 í allt að 9 sm löngum, dúnhærðum hálfsveip. Ytri bikarblöð rauð, dúnhærð. Aldin aflöng, skærrauð, glansandi. Enginn stíll.
Uppruni
Kína (V Hubei).
Harka
Z6
Heimildir
1
Fjölgun
Haustsáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Stakstæðir, í raðir, í blönduð beð og víðar.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 2000 og gróðursett í beð 2007.