Uppréttur, þyrnóttur runni, greinar rákóttar til kantaðar.
Lýsing
Lauffellandi, uppréttur runni, allt að 2 m hár. Greinar hárlausar, greinilega rákóttar til kantaðar, brúnar.Lauf öfugegglaga, 2-4,5 sm löng, mjög þykk, heilrend eða með allt að 3 broddtennur á hvorri hlið, að hluta skarlatsrauð á haustin. Blóm ljósgul, 1-2. Aldin egglaga, rauð.
Uppruni
Blendingur.
Heimildir
10
Fjölgun
Haustsáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Stakstæðir, í raðir, í blönduð beð og víðar.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 1998 og gróðursett í beð 2000, hefur kalið dálítið árlega.