Berberis koreana

Ættkvísl
Berberis
Nafn
koreana
Íslenskt nafn
Kóreubroddur
Ætt
Mítursætt (Berberidaceae)
Lífsform
Runni
Kjörlendi
Sól
Blómalitur
Gulur
Blómgunartími
Júní
Hæð
-1.5 m
Vaxtarlag
Lauffellandi, þéttvaxinn, þyrnóttur, upréttur runni sem myndar mikið af rótarskotum. Greinar rauðbrúnar, hárlausar, greyptar. Þyrnar 5-7 saman, í handstrengjóttri flatri röð, lykja eins og lauf um greinina.
Lýsing
Lauf allt að 6×3 sm, aflöng-egglaga, sagtennt, flikrótt á meðan þau eru ung. Blóm allt að 20 talsins í 5 sm löngum, hangandi hálfsveip. Aldin hnöttótt, rauð, glansandi, allt að 8 mm.
Uppruni
Kórea
Harka
Z4
Heimildir
1
Fjölgun
Sumargræðlingar, haustsáning, græðlingar með hæl síðsumars.
Notkun/nytjar
Stakstæður runni í þyrpingar, í blönduð beð.
Reynsla
Meðalharðgerður, hefur reynst ágætlega í Lystigarðinum (K: 1-3)Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur undir þessu nafni sem sáð var til 1989 og gróðursett í beð 1993 og önnur sem sáð bar til 1998 og gróðursett í beð 2000. Báðar hafa kalið mismikið gegnum árin, einkum fyrstu árin (á við um eldri plöntuna).