Lauffellandi runni allt að 1,5 m hár. Greinar margar saman, uppréttar, mynda rótarskot, hárlausar, gular, með dökkbrúnar doppur. Þyrnar 3 saman, grannir, allt að 2 sm. Lauf allt að 4×2 sm, lensulaga, mjó-langydd, bylgjuð, sagtennt, með 10 tennur á hvorri hlið, matt-grágræn ofan, glansandi gulgræn neðan, æðastrengir varla sýnilegir. Blóm skærgul, allt að 7 saman. Aldin allt að 1 sm, egglaga, purpurasvört, blágráleit. Engir stílar.
Uppruni
Kína (V Hubei).
Harka
Z5
Heimildir
1
Fjölgun
Haustsáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Stakstæðir, í raðir, í blönduð beð og víðar.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru 2 plöntur undir þessu nafni sem sáð var til 1998 og plantað í beð 2000 og 2004. Talsvert kal árlega.