Lauffellandi runni, allt að 1 m hár. Lauf allt að 3 sm, mjó-oddbaugótt, sjaldan lensulaga, leðurkennd, ydd, með allt að 8 langar tennur á hvorri hlið, hárlaus, mattgræn, með greinilegt netæðamynstur. Blómin bollalaga, gul, allt að 25 í 4 sm löngum skúf, næstum legglausum. Aldin allt að 1 sm, hörð, glansandi, skarlatsrauð, egglaga, stílar engir.
Uppruni
NV Himalaja, Choor.
Harka
Z6
Heimildir
1
Fjölgun
Haustsáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Stakstæðir, í raðir, í blönduð beð og víðar.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 1994 og gróðursett í beð 2004.