Berberis cretica

Ættkvísl
Berberis
Nafn
cretica
Íslenskt nafn
Krítarbroddur
Ætt
Mítursætt (Berberidaceae)
Lífsform
Runni
Kjörlendi
Sól
Blómalitur
Gulur
Blómgunartími
Júní
Hæð
1 - 1,5 m
Vaxtarlag
Þyrnóttur runni, oft nær jarðlægur.
Lýsing
Lauffellandi runni allt að 1,5 m, oft jarðlægur. Greinar dökk rauðpurpura, þyrnar þrír saman, gulir. Lauf legglaus, allt að 1,5 × 0,7 sm, öfugegglaga, heilrend, grunnur samandreginn-fleyglaga, djúpgræn ofan, ljósari neðan, netæðótt. Blóm allt að 6 saman, hálfásætin. Aldin blápurpurasvört, hnöttótt, ögn hrímug. Stíll langær, allt að 1 mm.
Uppruni
Miðjarðarhafssvæðið, Grikkland, Mið-Austurlönd
Harka
Z5
Heimildir
1
Fjölgun
Haustsáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Stakstæðir, í raðir, í blönduð beð og víðar.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru 2 plöntur undir þessu nafni sem sáð var til 1997 og gróðursettar í beð 2004.