Hálf-sígrænn, þéttvaxinn, þéttgreindur, þyrnóttur runni, allt að 60 sm á hæð. Greinar sverar, sprungnar, dökkrauðar, stundum dálítið vörtóttar.
Lýsing
Þyrnar 3 saman, appelsínugulir, greyptir, allt að 2 sm langir. Lauf 3×1,5 sm, aflöng-egglaga, snubbótt eða snöggydd, grunnur fleyglaga, legghlaupinn, jaðrar með allt að 5 tennur á hvorri hlið, glansandi dökkgræn, að ofan með hliðaræðastrengi; hvíthrímug og nöbbótt neðan, rauð á haustin. Blóm 1-2 saman, djúpgul, krónublöð allt að 6×4 mm, öfugegglaga, hvass-framjöðruð. Aldin 16×8 mm, egglaga, rauð.
Uppruni
Kína (Sikkím)
Harka
Z5
Heimildir
1
Fjölgun
Haustsáning, sumargræðlingar
Notkun/nytjar
Stakstæðir, í raðir, í blönduð beð og víðar.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 1997 og gróðursett í beð 2004.