Berberis circumserrata

Ættkvísl
Berberis
Nafn
circumserrata
Íslenskt nafn
Glóbroddur
Ætt
Mítursætt (Berberidaceae)
Lífsform
Runni
Kjörlendi
Sól
Blómalitur
Gulur
Blómgunartími
Júní
Hæð
- 1 m
Vaxtarlag
Lauffellandi, uppréttur, þyrnóttur runni allt að 1 m á hæð.
Lýsing
Greinar með grópar, gular, svartdoppóttar, þyrnar grófir, allt að 4 sm langir. Lauf 3×2 sm, öfugegglaga, sagtennt, með allt að 40 tennur, netæðótt, ólífugræn ofan en grá-bláleit neðan, skarlatsrauð á haustin. Blómin 1-3 saman, gul, allt að 1 sm breið. Krónublöð 7×4 mm, öfugegglaga, heilrend, með nögl og kirtla. Eggleg 6-7. Aldin 15×6 mm, sporvala, appelsínugul.
Uppruni
NV Kína.
Harka
Z5
Heimildir
1
Fjölgun
Haustsáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Stakstæðir, í raðir, í blönduð beð og víðar.
Reynsla
Í Lystigarðinum er planta sem sáð var 2001 og gróðursett í beð 2007. Þrífst ekkert sérstaklega.