Berberis amurensis Rupr. v. japonica (Regel) Rehd. f. bretschneideri (Rehder) Ohwi
Lífsform
Runni
Kjörlendi
Sól
Blómalitur
Ljósgulur
Blómgunartími
Vor-sumar
Hæð
1,5 - 2 m (-3 m)
Vaxtarlag
Lauffellandi, uppréttur, þyrnóttur runni með útbreitt vaxtarlag.
Lýsing
Greinar oftast sívalar, rauðbrúnar á öðru ári. Þyrnar stakir til 3 saman, allt að 1,5 sm langir. Lauf öfugegglaga, 3-8 sm löng, snubbótt, með þéttum þorn-sagtönnum, skærgræn ofan, bláleitari neðan, netæðastrengjótt. Blómin ljósgul, allt að 10-15 talsins í 5 sm löngum klösum. Aldin sporvala, 1 sm löng, purpurarauð, dálítið hrímug. Líkur B. vulgaris en auðvelt að aðgreina á sívölum, rauðbrúnum greinum og ljósari blómum.
Uppruni
Japan
Harka
z4
Heimildir
1
Fjölgun
Haustsáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Stakstæðir, í raðir, í skrautrunnabeð, í þyrpingar og víðar.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur undir þessu nafni, sem sáð var til 1994 og gróðursettar í beð 2001 og 2004. Þær kólu talsvert framanaf, lítið í seinni tíð.Náskyldur roðabroddi (B. vulgaris) en er samt auðþekkt frá þeirri tegund m.a. á burstatenntum blöðum, rauðbrúnum greinum og ljósari blómum.