Þyrnóttur, hálf-sígrænn, uppréttur runni allt að 2,5 sm á hæð.
Lýsing
Greinar sívalar, hárlausar, grágular. Þyrnar allt að 2 sm langir. Lauf allt að 7×2 sm, öfuglensulaga, heilrend, mjó-langydd, broddydd, dökkgræn ofan, bládöggvuð neðan. Blóm allt að 20 í strjálblóma, drúpandi hálfsveip, blómskipunin oft samsett við grunninn. Eggleg 3-4. Aldin egglaga, allt að 1 sm, blápurpurasvört, blágrá. Stíll allt að 1 mm.
Uppruni
NV Himalaja.
Harka
Z5
Heimildir
1, http://database.dendrologie.cz
Fjölgun
Haustsáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Stakstæðir, í raðir, í blönduð beð og víðar.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur undir þessu nafni sem sáð var til 1998, og gróðursettar í beð 2001 og 2004. Hafa kalið lítið eitt.