Azorella trifurcata

Ættkvísl
Azorella
Nafn
trifurcata
Íslenskt nafn
Nálapúði
Ætt
Sveipjurtaætt (Apiaceae).
Lífsform
Fjölær jurt, sígræn.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulur.
Blómgunartími
Ágúst.
Hæð
-10 sm
Vaxtarhraði
Fremur hægvaxta.
Vaxtarlag
Stönglar greinóttir og mynda þétta breiðu eða þúfu, allt að 10-50 sm háa. Lauf 6-12 mm, grágræn, leðurkennd, þéttstæð, djúp 3-skipt, flipar allt að 5 x 2-5 mm, þríhyrnd, ydd, oft þornydd, hárlaus, leggir 5-10 mm.
Lýsing
Sveipir með 6-9 gul blóm rétt ofan við laufið. Stoðblöð 4-8, allt að 3,5 mm. Aldin 2-3 mm, egglaga.
Uppruni
Argentina, Chile.
Harka
8
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Fjölgað með græðlingum, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta, í hleðslur, sem þekja milli sígrænna tegunda.
Reynsla
Þrífst mjög vel í Lystigarðinum, mynda flottar breiður. Nokkrar breiður eru til, allar komnar af elsta nálapúðanum.
Yrki og undirteg.
'Nana' er nefnd sem yrki, en sagt nánast eins.
Útbreiðsla
Var lengi ranglega undir nafninu Bolax gummifera (Lam.) Spreng.