Uppréttur fjölæringur allt að 1 m, með trefjóttan, fölbrúnan, greinóttan jarðstöngul. Blómstönglar beinir, sívalir, rákóttir, grófhærðir, ógreindir og laufóttir.
Lýsing
Grunnlaufin allt að 2,5 sm, stilklaus, egglaga-lensulaga. Stöngullauf allt að 6 sm, með gróf, hvít hár, stakstæð, oddbaugótt-egglaga, bogtennt en verða ± heilrend, mörg saman neðantil á stilknum. Efstu stöngullaufin leggjuð, minnka snögglega. Blómskipunin er langur skúfur, sem minnir á ax. Blómgast í blaðöxlum, blóm 2-4 saman, upprétt fyrir og eftir blómgun, leggstutt. Bikarflipar heilrendir, bandlaga, yddir. Krónan allt að 9 mm, stjörnulaga, klofin næstum að grunni, föl-bláfjólublá til lillalit. Fliparnir borðalaga, útstæðir til baksveigðir. Stíll næstum út úr blóminu. Hýði sporvala, íflöt, opnast með götum efst eða um miðjuna.Blómgast í ágúst-september.
Uppruni
SA Evrópa til Kína
Harka
H5
Heimildir
2
Fjölgun
sáning, skipting, græðlingar að vori (grunn)
Notkun/nytjar
fjölær beð, baka til í stærri steinhæðir
Reynsla
Hefur lifað á beði (N9) í ein fimm ár samfellt og lofar góðu.