Astrantia minor

Ættkvísl
Astrantia
Nafn
minor
Íslenskt nafn
Smásveipstjarna
Ætt
Sveipjurtaætt (Apiaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Hvítleitur
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
10-40 sm
Vaxtarlag
Fíngerður fjölæringur, allt að 40 sm hár. Grunnlauf oftast 7-9 deild, laufleggir langir. Flipar lensulaga til öfugegglag, grunnur fleyglaga, jaðrar með djúpar, oddhvassar tennur sem vita fram á við.
Lýsing
Stoðblöð jafnlöng eða lengri en sveipurinn, lensulaga, hvassydd eða langydd, himnukennd.
Uppruni
Pýreneafjöll, SV Alpa og Appenínafjöll.
Harka
6
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Skipting að hausti eða vori, sáning að hausti.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í skrautblómabeð, í blómaengi.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær gamlar plöntur. Þrífst ágætlega í grasagörðum bæði norðan og sunnan heiða.