Astrantia major

Ættkvísl
Astrantia
Nafn
major
Íslenskt nafn
Sveipstjarna
Ætt
Sveipjurtaætt (Apiaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Hvítur-bleikur-purpura.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
60-100 sm
Vaxtarlag
Kröftugur fjölæringur, sem verður allt að 100 sm hár. Flest lauf eru grunnlauf, 3-7 skipt, legglöng. Flipar lensulaga til öfugegglaga, grunnur fleyglaga, jaðrar tenntir, með tennur sem vita fram á viðtil næstum flipótt.
Lýsing
Stoðblöð falleg, jafn stór eða stærri en sveipurinn, lensulaga eða öfuglensulaga, langydd, leðurkennd með ± áberandi netæðar, hvít neðan oftast bleik eða purpura efst.
Uppruni
M & A Evrópa.
Harka
6
Heimildir
= 1, 2
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti, sáning að hausti.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð, sem undirgróður, í skógarbotn, í blómaengi.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til þrjár plöntur sem sáð var til 1989 og 2011 og gróðursettar í 1994, 2012, báðar þrífast vel. Þarf ekki uppbindingu ef hún er í sæmilegu skjóli, er ágæt til afskurðar og þurkunar.
Yrki og undirteg.
Nokkur yrki eru í ræktun.