Planta með jarðstöngla. Blómstönglar allt að 1m, greinóttir, stundum bugðóttir.
Lýsing
Lauf dökkgræn, allt að 9 x 3,5 sm lítið eitt tennt, neðri lauf stilkuð, öfuglensulaga, hin laufin egglaga oddbaugótt eða öfugegglaga, miðlaufin 2,5 – 3 (stundum allt að 4). Reifar 6 – 9 mm háar eins og grunnur bolli, reifablöðin öll jafnlöng, 2 –3 mm breið, oddbaugótt, ydd með útstæða odda. Geislakrónur 30 –50, 1,8 – 3 sm x 3 – 3,5 mm, fjólublá til bleik. Hvirfilkrónur gular u.þ.b. 6 mm. Svifkrans 5-6 mm. Eggleg ca 2 mm, silkihærð. Blómgast síðsumars – haust.
Uppruni
garðablendingur
Harka
4, H2
Heimildir
1,2
Fjölgun
sáning, skipting
Notkun/nytjar
steinhæðir (baka til), fjölær beð
Reynsla
Blendingur A. amellus og A. thomsonii. Lifði um tíma í garðinum á síðustu öld.