Blómstöngull allt að 1,5 m (2m), oftast einn. Skríður með neðanjarðarstönglum, trefjarót.
Lýsing
Lauf 10-16 x 2-2,5 sm, oddbaugótt til oddbaugótt-egglaga, heilrend, dökkgræn til brún græn á efra borði, miklu ljósari á því neðra og með fíngerða, jafna netæðastrengi, stuttir blaðstilkar eða nær ásætin, hrjúf af stuttum gaddaþyrnum á efra borði, hárlaus eða örlítið dúnhærð á því neðra. Stöngullauf egg – lensulaga, mjókka að grunni í stutta vængjaða leggi. Blómin fremur lítil eða aðeins um 2-3 sm í þvermál, fjölmargar körfur í flötum, fremur gisnum skúf. Körfur endastæðar á 4-20 sm löngum greinum með bandlaga stoðblöð og opnast hver á fætur annarri. Reifar 3-5 mm háar, öfug keilulaga, reifablöð fá, mismunandi, aðlæg, band- lensulaga, ytri græn innri með himnukenndan jaðar. Tungur 4-15, 5-6 x ca. 2 mm, hvítar. Hvirfilkrónur u.þ.b. 3 mm gulgrænar miklu styttri en frjóhnapparnir og stílarnir, með flipa sem eru hálf lengd naglarinnar. Svifkrans u.þ.b. 5,5 mm. Aldin u.þ.b. 2,5 mm ekki alveg umlukin reifablöðunum. Blómgast að hausti.
Uppruni
A & M N Ameríka
Harka
3
Heimildir
1,2
Fjölgun
skipting að vori, sáning
Notkun/nytjar
fjölær beð, vex best í rökum jarðvegi.
Reynsla
Hefur vaxið í garðinum samfellt frá 1984 í K1-N10 og þrífst bara vel.