Stönglar uppréttir eða uppsveigðir, lítillega greindir, oft með purpurarauðum blæ, skriðul.
Lýsing
Blöðin flest í hvirfingu við jörð, fremur stór, ögn dúnhærð, egglaga-lensulaga til aflöng, óreglulega sagtennt, neðstu blöðin oft fiðlulaga, breið-lensulaga eða spaðalaga, efri laufin eyrð eða hálfásætin (greypfætt). Blómin stök eða í mjög fáblóma hálfsveipum. Körfur tiltölulega stórar. Tungublóm 15-30, fjólublá til fölblá, hvirfilblóm brúngul, rauðleitar körfureifar. Blómgast í ágúst - september.
Uppruni
Alaska, Síbería, N Rússland, N Noregur
Harka
3
Heimildir
1
Fjölgun
skipting að vori, sáning
Notkun/nytjar
steinhæðir
Reynsla
Mjög gömul í ræktun í garðinum eða allt frá 1956 (J.R) í K1-K08 t.d.Vex mjög hratt og myndar þéttar breiður á tiltölulega stuttum tíma. Gerir sér ýmiskonar jarðveg að góðu en þarf sólríkan vaxtarstað eða í hálfskugga. Ágæt í steinhæðir.