Fjölæringur allt að 1,5 m. Blómstönglar smádúnhærðir - snarpir ofan til, stundum nær hárlausir.
Lýsing
Lauf allt að 13x6 sm, lensulaga, ydd, heilrennd eða stöku sinnum grunn sagtennt, þykk, hrjúfhærð á efra borði, dúnhærð á neðra borði, stofnlauf með minni stilkum eftir því sem ofar dregur, efstu blöðin stilklaus.Körfur í gisnum skúf á löngum blómstilkum. Reifar 5-8 mm háar, reifablöð skoruð í allmörgum röðum, tígullaga, oddur grænni. Tungublóm allt að 12 mm, 10 –15, blá eða stöku sinnum bleik. Aldin 3-5 mm á lengd, ljós, hárlaus eða því sem næst. Blómgast sumar-haust. Blóm í opnum samsettum klasa, blómstilkar langir, geislar allt að 12 mm að lengd, 10-25 alls, bláir eða stöku sinnum bleikir, hvirfill gulur - gulbrúnn