Fjölæringur, allt að 1 m, með jarðstöngla, skriðull. Blómstönglar < eða > greinóttir, stinnir, stökkir, kirtilhærðir, oft nokkuð snarpir eða hærðir.
Lýsing
Lauf alltað 8 x 2 sm, aflöng eða lensulaga- aflöng, heilrend, stilklaus, dálítið eyrð, greypfætt, venjulega snörp, neðstu laufin visna fljótt, efri stöngul- og greinalauf smá og líkjast stoðblöðum. Körfur all margar til fjölmargar, endastæðar á greinum. Reifar 5-8 mm háar. Reifablöð í allmörgum röðum, þéttkirtilhærð, ydd eða odddreginn í toppinn, pappírskennd við grunninn, græn í oddinn. Tungublóm 1-1,5 sm, 20-40, blá eða purpura, stökum sinnum bleik. Aldin með allmarga strengi, stinnhærð eða með fín silkihár. Blómgast síðsumars eða að hausti.
Uppruni
N & AM Bandaríkin
Harka
3
Heimildir
1
Fjölgun
skipting, sáning (græðlingar)
Notkun/nytjar
fjölær beð
Reynsla
Lítt reynd, er í uppeldi 2005. Vex á sléttum og í klettum í heimalandinu.
Yrki og undirteg.
'Roseus' blóm með rósbleik/gulur hvirfill. 'October Skies'ljósfjólublá/gulur hvirfill