Planta með skriðula jarðstöngla. Blómstönglar allt að 1,5 m beinir eða ögn bugðóttir.
Lýsing
Lauf yfirleitt 4 ? 35 sm, breiðust 5 ?30 mm, bandlaga til lensulaga, legglaus eða með legg lykja ekki um stöngulinn, sagtennt til heilrend. Körfur 1,3 ? 2 sm í þvermál fjölmarar í mjóum eða breiðum skúfi með fá geld stoðblöð. Reifar oftast 4 ? 7 mm háar, eins og víður bolli eða breið ? öfug keilulaga, reifablöðin, í mesta lagi 1 mm breið, dálítið misstór, yfirleitt aðlæg, þau innri með vel afmarkaðan lensulaga odd, en myndar ekki greinilegt mynstur. Ytri græn að mestu, öll mjókka í endann. Tungur 20 ? 40, 5 ?12 x ca 1 mm hvítar eða stundum föl fjólubláar. Hvirfilkrónur 3 ? 6 mm, flipar þeirra 1/3 ? 1/2 lengd naglarinnar. Svifkrans 4- 5 mm. Blómgast að hausti. Nokkuð breytileg tegund.