Fjölæringur allt að 60 sm með hnúðkennda jarðstöngla.
Lýsing
Hvirfingalauf allt að 6,5 sm, oddbaugótt, heilrend, blaðstilkur lengri en blaðkan. Stöngullauf allt að 9 sm, mjó, legglaus. Karfa allt að 2 sm í þvermál, í hálfsveip. Tungukrónur bláfjólubláar til purpura.