Aster foliaceus

Ættkvísl
Aster
Nafn
foliaceus
Íslenskt nafn
Blaðstjarna
Ætt
Asteraceae
Lífsform
fjölær
Kjörlendi
sól
Blómalitur
purpurarauð-blá eða fjólublá/gulur hvirfill
Blómgunartími
ágúst-september
Hæð
0.6-0.9m
Vaxtarlag
Margir grannir, beinir og rauðbrúnir stönglar, töluv. greinóttir, skríður með neðanjarðarrenglum
Lýsing
Neðri blöðin 5-12 sm að lengd, öfuglensulaga til öfugegglaga, ydd, stöngulblöðin stilklaus eða greypfætt, körfureifarnar grænar, Körfur í hálfsveip eða skúf, tungukrónur 15 – 20, bleik purpura eða bláar, eða fjólubláar, allt að 2 sm, hvirfilblóm gul. Blómgast síðsumars – haust.
Uppruni
V N Ameríka
Harka
2
Heimildir
1
Fjölgun
skipting að vori, sáning
Notkun/nytjar
fjölær beð, stærri steinhæðir
Reynsla
Harðger, sögð afar breytileg í heimkynnum sínum, langur blómgunartími og örugg blómgun hérlendis (mörg samheiti) - hefur lifað í garðinum frá 1995