Blómleggir allt 80 sm. Lauf flest í hvirfingu við grunn.
Lýsing
Grunnlauf mörg, stilkuð. Blaðkan 7 ?12 x 3 ?6 sm, egglaga, djúphjartalaga við grunninn, ydd eða odddregin í enda, tennt. Körfur 1 - 1,6 sm í þvermál, fjölmörgar í mjög greinóttum skúf og mörg geld stoðblöð. Reifar 3 ? 6 mm há, bollalaga til keilulaga, reifablöðin í nokkrum röðum, aðlæg oddlaus eða enda snögglega í oddi, miðrif grænt. Tungur 5 ?7 mm, fölfjólubláar til lilla, hvirfilkrónur hvítleitar í byrjunn. Svifkrans u.þ.b. 3 mm. Blómgast að hausti. Vex í skógum og kjarri í heimkynnum sínum.