Fjölæringur allt að 80 sm. Blómstönglar stinnir, uppréttir.
Lýsing
Hvirfingarlauf allt að 10 sm, egglaga til hjartalaga, tennt. Blaðstilkar með með langa vængi. Blómleggir mjög mislangir, blaðlausir eða með 2 lítil stoðblöð. Reifablöð í allt að 5 krönsum, randhærð, mjó ? aflöng. Tungublóm allt að 12 mm, allt að 30 stk., fjólublá til fölpurpuralit, hvirfilkrónur gular. Blómgast síðsumars.
Uppruni
Kalifornía
Harka
8
Heimildir
1
Fjölgun
Sáning, skipting (græðlingar)
Notkun/nytjar
Steinhæðir, fjölær beð
Reynsla
Lítt reynd enn sem komið er. Í uppeldi á reit 2005.