Blómstönglar allt að 40 sm, uppréttir, dúnhærðir án stöngullaufa.
Lýsing
Laifblöðin í hvirfingu við jörð, 3 –15 x 1 –3 sm, aðallega spaðalaga til oddbaugótt, mjókka smám saman að grunni, heilrend, stilkuð, hærð á neðra borði en lítt hærð á því efra. Blómin stök á stöngulendum. Karfan 2 –4 sm í þvermál stök, með keilulaga blómbotn. Reifar 6 –8 mm háar, breiðbjöllulaga, reifablöðin í 2 greinilegum röðum sem eru eins, mjókka smám saman að oddinum græn að mestu. Tungublóm 30 – 40, með tungur allt að 10 x 2 mm, hvít eða bleik afturundnar þegar þær fara að visna. Hvirfilkrónur 4 – 7 mm, gular. Svifkrans 4 – 5 mm með mislöng hár. Aldin 2 – 2,5 mm. Blómgast frá miðju sumri og fram á haust.
Uppruni
SM og SA Evrópa (fjöll)
Harka
6, H1
Heimildir
1,2
Fjölgun
sáning, skipting (græðlingar)
Notkun/nytjar
steinhæðir, fjölær beð
Reynsla
Hefur reynst ágætlega í garðinum og blómgast vel í flestum árum frá 15 júlí og fram í ágúst. Í K1-J01 frá 1989