Asphodelus fistulosus

Ættkvísl
Asphodelus
Nafn
fistulosus
Íslenskt nafn
Hörpugras
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Lífsform
Einær eða skammlíf tegund.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur - fölbleikur.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
15-70 sm
Vaxtarlag
Einær eða skammlíf tegund. Lauf 5-35 sm, ± sívöl, hol.
Lýsing
Blómstöngull 15-70 sm, holur, greindur eða ógreindur. Stoðblöð hvítleit. Blómhlífarblöð 5-12 mm, hvít eða fölbleik með bleikleita eða brúnleita miðæð. Hýði 5-7 mm.
Uppruni
Miðjarðarhafssvæðið, SV Evróps, SV Asía, Indland.
Harka
8
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð, með trjám og runnum.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1992 og gróðursett í beð 1994. Hefur reynst vel í garðinum.