Asphodelus albus

Ættkvísl
Asphodelus
Nafn
albus
Íslenskt nafn
Góugras
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur eða fölbleikur.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
15-60 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt. Lauf 15-60 sm, flöt.
Lýsing
Blómstönglar 30-100 sm, ekki holir, venjulega ógreindir eða með fáar stutar greinar. Stoðblöð himnukennd, hvítleit eða dökkbrún. Blómhlífarblöð 1,5-2 sm, hvít eða fölbleik með dekkri miðæð. Hýði 8-20 mm.
Uppruni
S & M Evrópa.
Harka
6
Heimildir
= 2
Fjölgun
Sáning. Það þarf að sá til tegundarinnar reglulega, er skammlíf.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð. Þarf áburð á vorin.
Reynsla
Í lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 2000 og gróðursett í beð 2005. Skammlífur fjölæringur. Hefur reynst vel bæði í Lystigarðinum og í Grasagarði Reykjavíkur.