Fjölær jurt. Stönglar allt að 80 sm, uppréttir eða útafliggjandi, ógreindir eða greindir, 4-hyrndir með renglur, meira eða minna hárlausir. Neðri laufin 6 í kransi, þau efri oftast gagnstæð, allt að 50 x 3 mm, egglaga, bandlaga til lensulaga, hvassydd eða snubbótt, jaðrar niðurorpnir og dálítið snörp á jöðrunum, hárlaus eða stutt-dúnhærð.
Lýsing
Blóm með legg í gisnum 3-greindum kvíslskúf, hvít (rauð í knúppinn), blómleggir allt að 3 mm. Stoðblöð oddbaugótt til egglaga, ydd eða snubbótt, stundum randhærð. Króna trektlaga til pípulaga, pípan allt að 3 mm, flipar 3 allt að 3 mm, hárlausir eða dúnhærðir. Aldin allt að 2 mm breið, hárlaus, dálítið snörp og kornótt.