Aronia × prunifolia

Ættkvísl
Aronia
Nafn
× prunifolia
Íslenskt nafn
Glóðarlauf
Ætt
Rósaætt (Rosaceae)
Lífsform
Runni
Kjörlendi
Sól (síður hálfskuggi)
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
1,5-2,5 m
Vaxtarlag
Blendigur Aronia arbutifolia og Aronia melanocarpa. Uppréttur runni. Setur töluvert af rótarskotum. Líkist meira A. arbutifolia, með lóhærðar ungar greinar en blómskipunin er með strjálli blóm.
Lýsing
Allt að 4 m hár runni í heimkynnum sínum. Blöðin gagnstæð, öfuglensulaga til egglaga, 8-10 sm á lengd, skærgræn á efra borði en fölari og aðeins dúnhærð á því neðra. Rauðir haustlitir. Bikar mjög mikið dúnhærður, venjulega ekki með kirtla á bikartannaoddunum. Aldin purpura eða purpurasvört, 8 mm í þvermál, standa nokkuð lengi á runnanum.
Uppruni
Austur N Ameríka.
Harka
Z3-4
Heimildir
= 1, http://davesgarden.com
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar, sveiggræðsla.
Notkun/nytjar
Stakstæður runni, í skrautrunnabeð.
Reynsla
Ekki í Lystigarðinum. Lítt reynd hér enn sem komið er en lofar góðu.