Uppréttur, marggreindur runni, 0,90-1,50 m hár, með dökkgræn, glansandi lauf.
Lýsing
Falleg hvít blóm koma fyrr en hjá öðru úrvali og klasar af purpura-svörtum berjum að haustinu, eftirsótt af fuglum. Skærrauðir haustlitir.'Viking' á að vera eitt besta Aronia yrkið.
Í Lystigarðinn var keypt ein planta undir þessu nafni 1990, sem var gróðursett í beð 1991. Kól mismikið gegnum árin og dó 2010. Berin eru tínd í september og október. Þau eru mjög súr. Notið þau með öðrum mat þar sem þau eru mjög C-vítamínrík. Þetta er einn af langbestu ávöxtunum þar sem þau innihalda mikið af andoxunarefnum og því afar heilsusamleg.