Upprétt vaxtarlag, útafliggjandi greinar slá oft rótum.
Lýsing
Tvíkynja runni sem getur orðið allt að 3 m á hæð í heimkynnum sínum. Ungar greinar verða hárlausar. Lauf allt að 6 sm löng, oddbaugótt til öfugegglaga eða aflöng-öfuglensulaga, oftast snögglega odddregin, glansandi, djúpgræn ofan, brúnrauð að haustinu, hárlaus neðan. Blómin hvít, 1,5 sm breið, í hárlausum hálfsveip. Aldin hnöttótt, allt að 8,5 mm breið, glansandi, svört eða svartpurpura, þroskast að haustinu, detta snemma af runnanum.
Uppruni
A N Ameríka.
Sjúkdómar
Ættkvíslin hefur mótstöðu gegn hunangssvepp.
Harka
Z3
Heimildir
1, http://www.pfaf.org
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar í júlí, sveiggræðsla.
Notkun/nytjar
Skrautrunnabeð, berjarunni.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru tvær plöntur undir þessu nafni sem sáð var til 1982 og gróðursettar í beð 1988, kala lítið síðari árin. Ein planta sem kom í garðinn 1988 og var gróðursett í beð það sama ár. Tvær plöntur sem sáð var til 1988 og gróðursettar í beð 1994, hafa kalið nokkuð gegnum árin. Tegundin er ræktuð víða um lönd sem skrautrunni og einnig vegna berjanna í Noregi og Sovétríkjunum. Bestu tegundir til berjaræktunar eru talin Aronia melanocarpa v. elata og Aronia melanocarpa v. grandifolia. Þessar tegundir vaxa villtar í súrum jarðvegi í austur hluta Norður Ameríku. Í Finnlandi er sortin 'Viking' valin til berjaframleiðslu. Fjölgun fer fram með sumargræðlingum undir góðu eftirliti þannig að öll afkvæmin fá eiginleikana.
Yrki og undirteg.
Auk aðaltegundar er yrkið 'Telemark' í ræktun í garðinum. Til er að minnsta kosti eitt yrki 'Nero' sem hefur verið kynbætt með tilliti til aldina, þau eru tvisvar sinnum stærri en venjuleg aldin og C-vítamíninnihaldið er 15-30 mg (á 100g?). Berin eru í klösum oft um 15 talsins, sem eru bragðbetri og uppskeran er tvöföld á við villtu tegundina.Önnur yrki hafa verið þróuð vegna skrautgildis þeirra svo sem 'Viking' með óvenju stór ber og 'Aron' með mörg stór ber.Undirtegundin A. melanocarpa var. elata Rehd. og A. melanocarpa var. grandiflora (Lindl.) Schneid eru kröftugri en aðaltegundin með stærri blóm og aldin.