Uppréttur runni, allt að 2 m á hæð. Með rótarskot, myndar þykkni. Ungar greinar dúnhærðar.
Lýsing
Lauf allt að 8 sm löng, oddbaugótt til aflöng-öfugegglaga, ydd til odddregin, mattgræn, verða skarlatsrauð að haustinu, hárlaus ofan nema á kirtilhærðum miðstrengnum, þétt grá-lóhærð neðan. Blómin hvít eða bleik, 1 sm breið, 9-20 í litlum, þéttum, grá-lóhærðum hálfsveip. Bikartennur með kirtil. Aldin hálfhnöttótt, 6,5 mm breið, skærrauð, þroskast seint og hanga á runnanum fram á vetur.
Uppruni
A N-Ameríka.
Sjúkdómar
Með mótstöðu gegn hunangssvepp.
Harka
Z4
Heimildir
= 1, http://davesgarden.com, http://www.pfaf.org
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar, ágræðsla. Sumargræðlinga er best að taka í júlí.Sveiggræðsla kemur einnig til greina.
Notkun/nytjar
Skrautrunnabeð, stakstæð. Fallegir haustlitir.
Reynsla
Ekki komin reynsla á hann enn sem komið er. Þolir loftmengun og allt að 25°C frost.