Fjölæringur með ofanjarðarrenglur sem mynda breiðu.
Lýsing
Sérbýli Kvenplanta (plöntur með fræfla sárasjaldgæfar). Plönturnar 4-30 sm háar. Ofanjarðarrenglur 1-7 sm. Grunnlauf 1-tauga, 8-40 × 2-10 mm, spaðalaga, öfuglensulaga eða fleyglaga, broddydd, bæði borð venjulega grá dúnhærð, stundum græn og hárlaus á efra borði. Stöngullauf bandlaga, 6-36 mm, venjulega ydd til sýllaga eða lensulaga snubbótt. Körfur 3-30 í sveiplíkri blómskipun. Karlreifablöð óþekkt, kvenreifablöð 4-10 mm. Stoðblöð brún efst, rjómalit græn, bleik, rauð, hvít eða gul, ydd eða trosnuð-snubbótt í endann. Krónur karlblóma óþekktar en krónur kvenblóma 2,5-6 mm. Fræhnot 0,7-1,8 mm, hárlaus eða smánöbbótt. Svifhárakrans karlplantna óþekkt en svifhárakrans kvenplantna 3,5-6,5 mm.
Uppruni
Fjöll í Vestur N Ameríku..
Harka
4
Heimildir
1, www.eFloras.org Flora of North America
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, beðkanta og víðar.
Reynsla
Í Lystigarðinum er ein planta (A. rosea ssp. confinis (Greene) R.J.Bayer), sem sáð var til 2001, þrífst vel.
Yrki og undirteg.
Undirtegundir í N-Ameríku:A. rosea ssp. rosea Grunnlauf 20-40 mm. Stoðblöð oftast græn, bleik, rauð eða hvít efst, sjaldan brún. --- A. rosea ssp. confinis. Grunnlauf 5-20 mm. Reifablöð á kvenplöntum 4-6,5 mm, krónur 2,5-4 mm, svifhárakrans 3,5-5 mm, oddur sýllaga), stoðblöð oftast brún efst, stundum rjómalit, grá eða gul. --- A. rosea ssp. arida Grunnlauf 820 mm. Reifablöð kvenblóma 6.510 mm, krónur 3.56 mm, svifhárakrans 56.5 mm. Stöngullauf 619 eða 926 mm (endar stundum sléttir, lensulaga himnukenndir endar). Stoðblöð brún, græn, bleik, rauð eða hvít. Pönturnar 1930 sm; Stöngullauf 9-26 mm (oftast um það bil 19+ mm); körfur oftast 6-12. === A. rosea ssp. pulvinata Basal leaves 820 mm; Reifablöð kvenblóma 6.510 mm, krónur 3.56 mm, svifhárakrans 56.5 mm; stöngullauf 619 eða 926 mm (endar stundum sléttir, lensulaga himnukenndir endar); Stoðblöð brún, græn, bleik, rauð eða hvít. Plönturnar 417 sm. Stöngullauf 619 mm (um það bil minna en 19 mm); Körfur oftast 3-5.