Antennaria alpina (L.) Gaertner var. media (Greene) Jepson; A. austromontana E. E. Nelson; A. candida Greene; A. densa Greene; A. modesta Greene; A. mucronata E. E. Nelson
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
5-12 sm
Vaxtarlag
Uppréttir stönglar. Þéttar breiður með ofanjarðarrenglum sem mynda rætur og margar blaðhvirfingar.
Lýsing
Sérbýli eða eingöngu með kvenblóm (karlplöntur sjaldgæfar eða álíka algengar og kvenplönturnar) Plönturnar 5-13 sm háar. Grunnlauf 1-tauga, spaðalaga til öfuglensulaga, 6-19 x 2,5-6 mm, broddydd, grá-dúnhærð bæði ofan og neðan. Stöngullauf bandlaga, 5-20 mm, ekki rófuydd (heldur hvassydd). Körfur 2-5(-9) í sveiplíkri blómskipun. Reifablöð karlblóma (3,5-)4,5-6,5 mm, reifar kvenblóma 4-8 mm. Stoðblöð dökkbrún svört eða ólífugræn efst. Krónur karlblóma 2,5-4,5 mm, krónur kvenblóma 3-4,5 mm. Fræhnotir 0,6-1,5 mm, hárlausar eða smánöbbóttar. Svifhárakrans karlblóma 2,5-4,5 mm svifhárakrans kvenblóma 4-5,5 mm.
Uppruni
N Ameríka.
Heimildir
www.eFloras.org Flora of N America, http://www.prwflowers.com
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, beðkanta.
Reynsla
Í Lystigarðinum er ein planta sem sáð var til 2001, þrífst vel.