A. neglecta var. howellii (Greene) Cronquist; A. neodioica Greene subsp. howellii (Greene) R. J. Bayer
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
15-30 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt með fíngerðar ofanjarðarrenglur, myndar breiður.
Lýsing
Sérbýli. Karlplöntur mjög fátíðar, nær eingöngu kvenplöntur. Plönturnar eru (6-)8-35 sm háar, (Stönglar stundum með leggjuðum kirtilhárum) ofanjarðarrenglur 1-9(-12) sm. Grunnlauf 1-tauga, spaðalaga til öfuglensulaga, spaðalaga-öfugegglaga, mjó- til breið-egglaga eða fleyg-öfuglensulaga, 20-48(-65) × 2,5-20 mm, broddydd, lóhærð á neðra borði, efra borð grænt-hárlaust eða grá-dúnhært. Stöngullauf bandlaga, 8-40 mm, ydd. Körfur 3-15 í sveiplíkri blómskipun. Karlreifablöð 6-6.5 mm, kvenreifablöð 6-11 mm. Stoðblöð (grunnur stundum bleikur) hvít, rjómalit eða ljósbrún efst. Karlkrónur 3-4 mm, kvenkrónur 3,6,5 (-8). Fræhnot 0,8-2 mm, ± nöbbótt. Karlsvifhárakrans 4-4,5 mm, kvensvifhárarakrans 5,5-9 mm.
Uppruni
N Ameríka.
Heimildir
1, www.eFloras.org Flora of North America
Fjölgun
Sáning. skipting.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, beðkanta. Engi, þurrt graslendi, rjóður í skóglendi og klappir og skóglaust land,01500 m h. y. s.
Yrki og undirteg.
Antennaria howellii ssp. canadensis Grunnlauf græn og hárlaus ofan, 1-tauga, 20-40 × 6-9 mm. Stöngullauf halaydd. Stoðblöð hvít eða rjómalit efst.Antennaria howellii ssp. howellii Grunnlauf dúnhærð á efra borði (verða stundum hárlaus með aldrinum),1-3-tauga, 25-40 × 9-12 mm. Stöngullauf ydd, stoðblöð ljósbrún eða hvít efst.Antennaria howellii ssp. neodioica Grunnlauf dúnhærð á efra borði, verða stundum hárlaus með aldrinum, spaðalaga til mjó- eða breið-öfugegglaga, (með legg). Ofanjarðarrenglur 38(12) sm langar (laufin á renglunum eru næstum því eins og þau sem eru í blaðhvirfingunum).Antennaria howellii subsp. petaloidea Grunnlauf dúnhærð á efra borði (verða stundum hárlaus með aldrinum), fleyglaga-öfuglensulaga, spaðalaga eða spaða-öfugegglaga (ekki með greinilegan legg). Ofanjarðarrenglur 49 sm (laufin á renglunum minni en þau sem eru í hvirfingunum á rengluendunum).