Sérbýli (dioecious). Uppréttur fjölæringur (8)3065 sm hár (stöngulsproti greinóttur eða jarðstöngull kröftug). Engar ofanjarðarrenglur. Grunnlauf 3-5-tauga, spaðalaga til öfuglensulaga eða lensulaga, 50200 × 425 mm, hvassydd, broddydd, grálóhærð eða silfur-silkihærð bæði ofan og neðan. Stöngullauf bandlaga, Allt að 11 stöngullauf á hverjum stöngli. 8140 mm, rófuydd eða ekki. Körfur uppréttar eða drúpandi, 330 í sveiplíkri eða skúflíkri blómskipun. Reifablöð karlblóma 58 mm, reifablöð kvenblóla 712 mm. Stoðblöð svört, dökkbrún, ljósbrún, kasraníubrún eða ólífugræn efst. Króna karlblóma 35 mm; króna kvenblóma 36 mm. Smáhnotir 11.5 mm, hárlausar. Svifhárakransar karlblóma 46 mm, svifhárakransar kvenblóma (5)810 mm.
Uppruni
Fjöll í Evrópu (Pyreneafjöll, Alpafjöll, Carpatafjöll), N-Heimskautið.
Harka
2
Heimildir
1, http://botany.cz
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
í steinhæðir, beðkanta, skrautblómabeð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er ein planta sem sáð var til 2010, í uppeldisreit..