Antennaria anaphaloides v. straminea B. Boivin; A. pulcherrima (Hooker) Greene ssp. anaphaloides (Rydberg) W. A. Weber; A. pulcherrima v. anaphaloides (Rydberg) G. W. Douglas
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur til fölbleikur.
Blómgunartími
Júní
Hæð
15-35(-60) sm
Vaxtarlag
Þýfður fjölæringur eða oft með renglur, 15-35(-60) sm hár.
Lýsing
Sérbýli. Grunnlauf (skammlíf) 3-5 tauga, mjó-öfuglensulaga eða mjó-oddbaugótt, 2,5-15(-20) x 0,4-2(-2,5) sm, broddydd, bæði borð grá-dúnhærð. Stöngullauf miklu minni em hvirfingarlaufin. Körfur allmargar, í meira eða minna lotnum hálfsveip. Reifablöð í 3-4 röðum, 6-10 mm, lóhærð, oddur hvítur til fölbleikur. Kvenreifablöð hvassydd eða snubbótt, karlreifablöð bogadregnari eða halaydd.
Uppruni
Kanada til M Bandaríkin (Klettafjöll)..
Harka
3
Heimildir
1, www.eFloras.org Flora of North America
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, beðkanta.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 2000, þrífst vel.