Næstum hárlaus, brúskkennd, tvíær jurt (stundum fjölær), leggir purpuramengaðir, allt að 2 m háir. Laufin 30-60 sm, skakktígullaga, 2-3 fjaðurskipt, smálauf legglöng, flipar 1,5-8 sm, aflangir-egglaga, stinnhærðir, legglausir, hvass-sagtenntir, laufleggurinn greipfættur við grunninn. Efri laufin orðin smá eða engin, með flatan greipfættan legg.
Lýsing
Sveipir samsettir allt að 15 sm í þvermál, geislar 15-40, 2-8 sm, reifar stöku sinnum fáar, reifar úr 6-10 smáreifum, blómin hvít eða bleik. Aldin 5 mm, klofaldin með áberandi rifjum og breiðum vængum, olíukirtlar stakir.
Uppruni
Ísland, Evrópa.
Harka
7
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður undir stór tré, í skógarbotn.
Reynsla
Sjaldnar flutt í garða en ætihvönn, ef til vill vegna Þess að hún blómstar mun seinna eða í ágúst og er skammlíf (monocarpic) það er deyr að blómgun lokinni. Það tekur mismörg ár fyrir þessar monocarpic tegundir að safna nógu miklum forða til að geta blómstrað, fer eftir aðstæðum á hverjum vaxtarstað.