jarðstöglar Þykkir og hnýðislíkir, fínleg planta, líkist ítalíusnotru (A. apennina) en hefur hárlaus blöð
Lýsing
Blómin stök, 2-4 cm í Þvermál, hárlaus, blómblöðin eru fjölmörg, oftast 9-15, ýmsir litir, mjó. Stöngulblöðin þrífingruð eða þrískipt, fínleg, þakin finlegum útflöttum hárum, engin stofnblöð eða aðeins eitt. "Hnýði" seld í blómaverlsunum með haustlaukum síðsumars og sett niður strax um haustið.
Uppruni
Miðjarðarhafslönd, Kákasus
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
h.sáning, h.skipting , hnýði lögð í sept. á 5-7cm dýpi
Notkun/nytjar
blómaengi, beð, steinhæðir
Reynsla
Viðkvæm, Þarf góða vetrarskýlingu eða yfirvetrun í reit eða innandyra. Lifir þó ágætlega sunnan undir húsvegg þar sem hún nýtur hita frá húsinu.
Yrki og undirteg.
Fjölmörg yrki í ræktun, t.d. 'Atrocoerulea' dökkblá, 'Blue Shades' mjög fínskipt lauf, blóm fölblá - dökkblá, 'Charmer' bleik, 'Radar' rósrauð með hvítri miðju,'Rosea' fölbleik, 'White Splendour' kröftug, stór hvít blóm og fleiri mætti nefna.