Uppréttur til útafliggjandi runni sem getur orðið allt að 42 sm hár, en er venjulega allt að 10 sm hár. Stönglar grannir og seigir, hárlausir.
Lýsing
Laufin 8-50 × 2-8 mm, heilrend, bandlaga-aflöng, jaðrar innundnir, leðurkennd, hvassydd, dökkgræn ofan, bláleit neðan. Blómin 2-8 í endastæðum sveipum sem er allt að 3, blómleggir 0,5-2 sm, þráðlaga, niðursveigðir í toppinn. Bikar rauðmengaður, flipar 1-2 mm, 5 talsins, tígullaga, bláleitir. Krónan 5-7 mm, krukkulaga, hvít til fölbleik, með 5 tennur, stuttar, aftursveigðar. Fræflar og separ jafnstórir.
Uppruni
N Evrópa, S Alpafjöll, SM Sovétríkin, A Karpatafjöll.
Harka
2
Heimildir
1
Fjölgun
Sumargræðlingar, sáning.
Notkun/nytjar
Súr beð, brekkur, náttúrlegir garða.
Reynsla
Ljósalyng hefur af og til verið í ræktun í Lystigarðinum, bæði erlendar og innlendar plöntur. Hafa reynst skammlífar í ræktuninni hér. Harðgerður runni, sem hefur fundist villt á Austfjörðum - ekki auðveld í ræktun.