A. crenata Greene, A. mormonica Schneider, A. oreophila A. Nelson pro parte, A. prunifolia Greene, A. purpusii Koehne
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júní.
Hæð
- 5 m
Vaxtarlag
Runni eða lítið tré, allt að 5 m hátt.
Lýsing
Lauf allt að 3 sm löng, kringluleit til egglaga, oddur bogadreginn, sýldur. Grunnur bogadreginn til fleyglaga. Laufin eru fínhærð, gróftennt, æðastrengir pör 11-13. Blómklasar allt að 3 sm langir, uppréttir eða uppsveigðir, 3-6 blóma, Krónublöð 6-8 mm, bandlaga, hvít. Aldin allt að 1 sm breið, hnöttótt, purpurasvört.
Uppruni
Vestur N-Ameríka.
Harka
Z3
Heimildir
1, 2
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í blönduð beð.
Reynsla
Engin en það var sáð til þessarar tegundar í Lystigarðinum 2010.