Amelanchier utahensis

Ættkvísl
Amelanchier
Nafn
utahensis
Íslenskt nafn
Fjallamall
Ætt
Rósaætt (Rosaceae)
Samheiti
A. crenata Greene, A. mormonica Schneider, A. oreophila A. Nelson pro parte, A. prunifolia Greene, A. purpusii Koehne
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júní.
Hæð
- 5 m
Vaxtarlag
Runni eða lítið tré, allt að 5 m hátt.
Lýsing
Lauf allt að 3 sm löng, kringluleit til egglaga, oddur bogadreginn, sýldur. Grunnur bogadreginn til fleyglaga. Laufin eru fínhærð, gróftennt, æðastrengir pör 11-13. Blómklasar allt að 3 sm langir, uppréttir eða uppsveigðir, 3-6 blóma, Krónublöð 6-8 mm, bandlaga, hvít. Aldin allt að 1 sm breið, hnöttótt, purpurasvört.
Uppruni
Vestur N-Ameríka.
Harka
Z3
Heimildir
1, 2
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í blönduð beð.
Reynsla
Engin en það var sáð til þessarar tegundar í Lystigarðinum 2010.