Uppréttur, margstofna runni, allt að 8 m hár, með stuttar neðanjarðarrenglur, ungar greinar með stutt ullhár.
Lýsing
Lauffellandi runni, allt að 4 m hár. Lauf allt að 5 sm, fíntennt, þétt hvíthærð ung, verða hárlaus, æðastrengjapör 7-9. Blómklasar ullhærðir, allt að 4 sm langir, uppréttir með 4-10 blóm. Krónublöð 4-10 mm, öfuglensulaga, hvít eða bleik. Stílar samvaxnir við grunninn. Eggleg hært í toppinn. Aldin allt að 8 mm í þvermál, hnöttótt, purpurasvört.
Uppruni
Norðaustur N-Ameríka.
Harka
Z4
Heimildir
1, 2, 10
Fjölgun
Sumargræðlingar, sáning strax eftir þroskun eða eftir að fræin hafa verið forkæld.
Notkun/nytjar
Í limgerði, í skjólbelti, stakstæður runni.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til nokkrar plöntur undir þessu nafni, ein sem sáð var til 1978 og gróðursett í beð 1988, en flutt í annað beð 2001, kelur lítið. Einnig er til planta sem sáð var til 1985 og gróðursett í beð 1991, kelur lítið og þrjár plöntur sem sáð var til 1989 og gróðursettar í beð 1993/1994, fallegar plöntur sem kala lítið og blómstra. Að lokum er svo ein planta sem sáð var til 1991 og gróðursett í beð 2000, kelur lítið.Hefur reynst vel í LA, kelur ekki mikið (0,5-1) spont.2 frá Kanada)