Gisgreinóttur, breiðvaxinn, 1-3 m hár runni, greinar rauðleitar eða gráar.
Lýsing
Lauffellandi, útafliggjandi eða bogsveigður, grannur runni, allt að 3 m hár. Ungar greinar rauðar eða gráar. Lauf 2,5-7 sm breið, egglaga eða næstum kringlótt, ydd eða snubbótt. Grunnur bogadreginn til ögn fleyglaga. Laufið er með þétt, gulhvítt hár á neðra borði, verða hárlaus, gróftennt næstum að grunni, æðastrengjapör 11-13. Blómklasar allt að 8 sm, uppréttir eða hangandi, með 4-10 blóm. Krónublöð 1-1,5 sm, hvít eða ljósbleik. Aldin 6-9 mm breið, hnöttótt, purpurasvört, sæt.
Uppruni
Austur N-Ameríka, S Kanada.
Harka
Z4
Heimildir
1, 2,10
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í blönduð beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur undir þessu nafni sem sáð var til 1989 og gróðursettar í beð 1994. báðar kala lítið og blómstra. Hefur reynst vel í Lystigarðinum.