Lauf 3-5 sm, oddbaugótt til oddbaugótt-aflöng, ydd eða bogadregin í oddinn, grunnur fleyglaga með hvassar og fíngerðar tennur sem vita fram á við, ná niður fyrir miðju eða alveg að grunni, hárlaus ung, skarast í brumknappnum, æðastrengjapör 10-16. Blóm 1-3 allt að 2,5 sm breið. Krónublöð 8 mm, hreinhvít, öfugegglaga. Eggleg ullhært í toppinn. Aldin allt að 1,5 sm í þvermál, purpurasvört.
Uppruni
Mið og austur N-Ameríka.
Harka
Z5
Heimildir
1, 2
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í blönduð beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1985 og gróðursett í beð 1991, hefur kalið mismikið gegnum árin.