Amelanchier arborea

Ættkvísl
Amelanchier
Nafn
arborea
Íslenskt nafn
Trjáamall
Ætt
Rósaætt (Rosaceae)
Lífsform
Runni - lítið tré
Kjörlendi
Sól
Blómalitur
Hreinhvítur
Hæð
4-7 m (-12 m erl.)
Vaxtarlag
Þokkafullur, margstofna runni eða tré allt að 12 m erlendis, smágreinar grannar, grábrúnar.
Lýsing
Lauf 4-10 sm löng, egglaga - oddbaugótt, stuttydd, grunnur hjartalaga eða bogadreginn, blöðin í fystu ullhærð, síðar mattgræn á efra borði og hárlaus en ljósari og næstum hárlaus á því neðra, æðastrengjapör 11-16, fíntennt - tennur hvassar, u.þ.b. 6-10 tennur á hvern sm, 50-60 á hvorum blaðhelming og ná næstum að grunni, blóm 2-2,5 sm á breidd, hvít, ilmandi, 4-10 saman í hangandi klasa, blómgast um leið og laufgun eða fyrr, aldin 6-10 mm í þvermál, purpuralit.
Uppruni
N Ameríka.
Harka
4
Heimildir
1
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í blönduð beð.
Reynsla
Lítt reynd enn sem komið er, fremur fíngerður runni sem vex mjög hægt.